Fréttir

Frumvarp um jafna stöðu sveins- og stúdentsprófs

Frétt í Fréttablaðinu dags. 25. október 2018 um frumvarp sem myndi jafna stöðu sveins- og stúdentsprófs.

Móttaka og kynning í tilefni nýsveinahátíðar 2019

Stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík bauð formönnum starfsgreinaráða löggiltra iðngreina, formönnum sveinsprófsnefnda, formönnum meistara- og sveinafélaga í löggiltum iðngreinum ásamt skólameisturum starfsmenntaskóla á Íslandi til móttöku í félagsheimili Iðnaðarmannafélagsins í Súðarvogi miðvikudaginn 17. október sl. Tilefnið var kynning og undirbúningur þrettándu nýsveinahátíðar Iðnaðarmannafélagsins sem haldin verður 2. febrúar 2019. Tilgangur hátíðarinnar er að heiðra nýsveina sem náð hafa afburða árangri á sveinsprófum 2018.

Árlegur fundur norrænu iðnaðarmannafélaganna

Hér að neðan eru drög fundar norrænu iðnaðarmannafélaganna. Fulltrúar IMFR verða viðstaddir en vinsamlega hafið samband ef áhugi er fyrir því að taka þátt. Ath. dagskráin er hugsanlega ekki endanleg.

Aðalfundur 2018

Aðalfundur IMFR fór fram þann 8. maí sl.

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík í 150 ár

Stikla úr kvikmynd Halldórs Árna Sveinssonar

Nýsveinahátíðin 2018

Iðnaðamannafélagið í Reykjavík heldur Nýsveinahátíð sína í tólfta sinn laugardaginn 3. febrúar nk.

Frumsýning

Í tilefni 150 ára afmælis Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík á árinu, hefur verið unnið að gerð heimildarmyndar um félagið.

Aðalfundur

Aðalfundur Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík verður haldinn í baðstofu félagsins, Vonarstræti, 3. maí nk. 18:30

Nýsveinahátíð 2017

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík var haldin hátíðleg í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 4. febrúar 2017 kl. 14:00

Lýsing tendruð á Arnarhóli

Í tilefni af 150 ára afmælinu hefur Iðnaðarmannafélagið ákveðið að minna á sögu sína og fortíð með því að standa fyrir hönnun og kosta lýsingu á styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.