IMFR heldur nýsveinahátíð í ársbyrjun ár hvert í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Nýsveinar sem lokið hafa sveinsprófi með afburðaárangri eru heiðraðir.
Heiðursiðnaðarmaður ársins er útnefndur.
Háskólinn í Reykjavík veitir nýsveinum námsstyrki.
Forseti Íslands er verndari hátíðarinnar. Borgarstjóranum í Reykjavík, mennta- og menningarmálaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra er boðið til hátíðarinnar.