Nýsveinahátíð

IMFR heldur nýsveinahátíð í febrúar ár hvert. Nýsveinar sem lokið hafa sveinsprófi, með afburðaárangri, eru heiðraðir. Heiðursiðnaðarmaður ársins er útnefndur.

Forseti Íslands er verndari hátíðarinnar. Ráðherrum o.fl. er boðið til hátíðarinnar.

Reglur um veitingu verðlauna

Reglur IMFR um veitingu silfur- og bronsverðlauna til nýsveina fyrir afburða vel útfært sveinsprófsverkefni (útdráttur):

Sveinsprófsnefndir löggiltra iðngreina gera tillögu um verðlaunahafa. Sveinspróf skal hafa farið fram á árinu áður en hátíðin fer fram, þ.e. tilnefningar til verðlauna á nýsveinahátíð 2023 ná til prófa sem haldin eru 2022.

Sveinsprófsnefnd skráir nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang sveins og meistara á sérstakt eyðublað auk upplýsinga um iðngrein, skóla, námstíma og lýsingu sveinsstykkis.

Sveinsprófsnefnd ber tillögur undir meistarafélag viðkomandi greinar.

Meistarafélag sendir tilnefningu til IMFR, undirritaða af formanni meistarafélagsins.

Tilnefningin skal berast IMFR í síðasta lagi 30. nóvember.

Verðlaunahafi fær heiðursskjal ásamt heiðurspeningi, silfur eða brons. Heiðursskjalið er undirritað af forseta Íslands og stjórn IMFR.

Sveini, aðstandendum hans, meistara, prófnefnd og stjórnum meistara- og sveinafélags er boðið formlega til nýsveinahátíðarinnar.

Reglur IMFR um útnefningu heiðursiðnaðarmanns ársins.

Stjórn IMFR velur iðnaðarmann sem náð hefur afburðaárangri í iðn sinni.

Útnefndum iðnaðarmanni er boðið til nýsveinahátíðar IMFR.

Útnefndur iðnaðarmaður hlýtur gullpening og heiðursskjal undirritað af forseta Íslands og stjórn IMFR.

 

Tilgangur IMFR er að efla menningu og menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem starfa í þeirra þágu.

Samstarfsaðilar IMFR um nýsveinahátíð:

Sveinsprófsnefndir löggiltra iðngreina.

Félög meistara og sveina í löggiltum iðngreinum.

Starfsgreinaráð löggiltra iðngreina.

Samtök iðnaðarins.