Reglur um veitingu verðlaunanna.
Reglur IMFR um veitingu silfur- og bronsverðlaun til nýsveina fyrir afburða vel útfært sveinsprófsverkefni (útdráttur): Sveinsprófsnefndir löggiltra iðngreina gera tillögu um verðlaunahafa. Sveinspróf skal hafa farið fram á árinu áður en hátíðin fer fram, þ.e. tilnefningar til verðlaunanna á nýsveinahátíð 2023 ná til prófa sem haldin eru 2022. Sveinsprófsnefnd fyllir út upplýsingar á heimasíðu IMFR undir flipanum tilnefningar, skráir nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang sveins og meistara, um iðngrein, skóla og lýsingu sveinsstykkis. Tilnefningin skal berast IMFR í síðasta lagi 15. desember. Verðlaunahafi fær heiðursskjal ásamt heiðurspeningi, silfur eða brons. Heiðursskjalið er undirritað af forseta Íslands og stjórn IMFR. Sveini, aðstandendum hans, meistara, prófnefnd og stjórnum meistara- og sveinafélags er boðið formlega til nýsveinahátíðarinnar. Hver sveinsprófsnefnd getur útnefnt tvo nemendur til silfurs- eða bronsverðlauna.