Staða mála

Ágæti félagsmaður.
Stjórn vonar að sumarið hafið leikið við þig og þína fjölskyldu á þeim viðsjárverðu tímum sem við lifum.

Þrátt fyrir góðan ásetning höfum við ekki haldið aðalfund félagsins né heldur Nýsveinahátíð á þessu ári og þarf ekki að fjölyrða um ástæður þess.

Við stefnum eigi að síður á aðalfund á næstu vikum en erum að skoða með fyrirkomulag Nýsveinahátíðar, þ.e. hvenær, hvernig, hvar o.s.frv.
Við munum upplýsa nánar um, bæði hér og á fésbókarsíðu félagsins, um leið og ákvarðanir liggja fyrir.

Með kærri kveðju.