Rafrænn kynningarfundur á tilnefningum vegna nýsveinahátíðar 2021

Verðlaunahafar og heiðursiðnaðarmenn nýsveinahátíðar 2020
Verðlaunahafar og heiðursiðnaðarmenn nýsveinahátíðar 2020

Miðvikudaginn 28. október, kl. 20.00 fer fram rafrænn Zoom-fundur til kynningar á reglum og tilgangi verðlaunaafhendingar til handa þeim nýsveinum sem skarað hafa fram úr í sínu fagi á árinu 2020.

Aðstæður haga því þannig til að við verðum því miður að halda hann á þennan hátt og virða þannig fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda.

Í fyrra voru heiðraðir 23 nýsveinar, 18 með silfri og 5 með bronsi. Verðlaunahafar til þessa eru því samtals orðnir 279.

Árleg verðlaunaafhending þessi er einn af hápunktum starfs IMFR og er sú næsta sú 15. í röðinni.

Fundarboð hefur verið sent hlutaðeigandi aðilum og eru þeir beðnir að skrá sig sem allra fyrst.