Nýsveinahátíðin 2017

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík verður haldin hátíðleg í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 4. febrúar 2017 kl. 14:00 Þetta verður ellefta nýsveinahátíð IMFR til heiðurs nýsveinum sem hafa lokið sveinsprófi með afburðarárangri. Á hátíðinni verða nýsveinar úr löggiltum iðn- og verkgreinum veitt verðlaun fyrir afburðaárangur í sinni iðngrein á sveinsprófi.

Hátíðin er einn af hornsteinunum í starfi félagsins og er mikil áhersla lögð á að umgjörðin sé glæsileg, nýsveinum, meisturum þeirra, iðnfélögunum og verkmenntaskólum landsins til heilla. Það eru formenn sveinsprófsnefndanna sem tilnenfna afburða nýsveina til verðlaunanna.