Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 2023

Laugardaginn 4. febrúar 2023 fer fram Nýsveinahátíð IMFR í þingsölum hótels Natura (Loftleiðahótelið) og hefst hún kl. 14.00

Alls verður 26 nýsveinum, sem staðið hafa sig afbragðsvel í sínu fagi 2022, veitt silfur- eða bronsverðlaun.

Iðnaðarmaður ársins 2023 verður einnig heiðraður og að þessu sinni verður einnig afhent viðurkenning frá Nemastofu atvinnulífsins, sem er nýmæli.

Verndari hátíðarinnar, hr. Guðni Th. Jóhannesson, ásamt ráðherrum mennta- og iðnaðar þeim Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni heiðra samkomuna.  

Athöfninni verður streymt hér þannig að sem flestir geti notið.