Móttaka og kynning í tilefni nýsveinahátíðar 2019

Allt gert klárt fyrir móttökuna.
Allt gert klárt fyrir móttökuna.

Stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, ásamt viðburðarnefnd félagsins, bauð formönnum starfsgreinaráða löggiltra iðngreina, formönnum sveinsprófsnefnda, formönnum meistara- og sveinafélaga í löggiltum iðngreinum ásamt skólameisturum starfsmenntaskóla á Íslandi til móttöku í félagsheimili Iðnaðarmannafélagsins í Súðarvogi miðvikudaginn 17. október sl.

Tilefnið var kynning og undirbúningur þrettándu nýsveinahátíðar Iðnaðarmannafélagsins sem haldin verður 2. febrúar 2019. Tilgangur hátíðarinnar er að heiðra nýsveina sem náð hafa afburða árangri á sveinsprófum 2018.
Hátíðin er einn af hornsteinunum starfs Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og verður ekki haldin án aðstoðar sveinsprófsnefnda, meistarafélaga, sveinafélaga og starfsmenntaskóla.
Iðnaðarmannafélagið vill með móttökunni tengja iðngreinarnar í landinu og þakka um leið fyrir framlag  til hátíðarinnar.
Góð þátttaka var og nutu gestir góðra veitinga frá Brikk, hlustuðu á kynningar og nutu stundarinnar.

Stjórn og viðburðarnefnd þakkar gestum fyrir heimsóknina og sýndan áhuga.

Hér má sjá myndir sem teknar voru við tækifærið.