Lýsing tendruð á Arnarhóli

Í tilefni af 150 ára afmælinu hefur Iðnaðarmannafélagið ákveðið að minna á sögu sína og fortíð með því að standa fyrir hönnun og kosta lýsingu á styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. Hönnuðir lýsingar eru Darío Gustavo Núñez Salazar og Tinna Kristín Þórðardóttir hjá Verkís. Styttan var gjöf félagsins til þjóðarinnar árið 1924.

Kveikt verður á lýsingunni við hátíðlega athöfn á Arnarhóli föstudaginn 3. febrúar kl. 17:00.

Allir eru velkomnir að vera viðstaddir.