Kæri félagi í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík!
Félagið hefur skipulagt heimsókn í Skólamat í Reykjanesbæ, föstudaginn 7. nóvember nk. og væri það okkur mikil ánægja ef þú (ásamt maka og/eða gesti) sæir þér fært að koma með okkur.
Til undirbúnings biðjum þig um að fylla út neðangreindar spurningar sem allra fyrst.
Byggt á þátttöku verður lagt af stað með rútu frá nýju félagsheimili okkar í Sóltúni 20 kl. 16.30 föstudaginn 7. nóvember. Áður gefst félagsmönnum tækifæri á að skoða nýja aðstöðu okkar. Kjósi einhverjir að koma á einkabíl, eru viðkomandi beðnir um að merkja slíkt.
Áætluð heimkoma er ekki síðar en kl. 22.00
Skólamatur, sem rekið er af félaga okkar Axel Jónssyni og fjölskyldu hans í Reykjanesbæ og stofnað var árið 2007, sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum og hollum mat fyrir börn í leik- og grunnskólum. Hjá fyrirtækinu starfa um 260 manns á um 130 starfsstöðvum.
Auk þess að fá kynningu á fyrirtækinu, verður boðið upp á léttar veitingar og hugsanlega eitthvað óvænt.
Verð pr. gest er kr. 2.000, sem innheimt verður í rútu eða við komu í Reykjanesbæ, og eru gestir beðnir um að hafa reiðufé við hendina.
Einnig verður hægt að leggja inn á reikning félagsins:
Banki: 0513-26-005285
Kt.: 650169-1829
Það er von okkar að þessi heimsókn vekji áhuga félagsmanna og að þeir sjái sér fært að taka þátt með okkur.
Stjórn IMFR