Haustfundur 2019

Frá kynningu Jóns B. Stefánssonar á hugmundum um nýtt húsnæði fyrir Tækniskólann
Frá kynningu Jóns B. Stefánssonar á hugmundum um nýtt húsnæði fyrir Tækniskólann

Haustfundur Iðnaðarmannafélagsins fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni.

Teknir voru inn fjórir nýir félagar; Ægir Eyberg Heglason, pípulagningarmaður, Anna María Pétursdóttir, framreiðslumeistari, Anton Örn Reynisson, málarasveinn og Lárus Gunnsteinsson, bæklunarskósmiður.

Jón B. Stefánsson og Hildur Ingvarsdóttir kynntu hugmyndir um nýjan sameinaðan tækniskóla.

Eftir áhugavert erindi var gestum boðið upp á hlaðborð í anda jólanna framreitt af Lúx-veitingum.

Kertasníkir leit í heimsókn og stýrði söng og veglegu happdrætti og að lokum flutti Anton Örn Reynisson stutt erindi um upplifun sína af styrk þeim sem hann hlaut á Nýsveinahátíðinni 2019, til frekara náms, og svaraði spurningum tengt.

Mál manna var að vel hefði tekist til á einum fjölmennasta fundi sem haldinn hefur verið lengi í félaginu.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á fundinum.