Ferð IMFR í Bláa lónið

Höfundur ókunnur.
Höfundur ókunnur.

Laugardaginn 28. september sl. fór hópur félaga og gesta í skoðunarferð um Bláa lónið.

Lagt var af stað með rútu frá Hótel- og matvælaskólanum við Digranesveg kl. 13.00.

Á móti hópnum tók starfsfólk Bláa lónsins undir leiðsögn Atla Sigurðar Kristinssonar, markaðsstjóra fyrirtækisins,  og leiddu þau hópinn í skoðunarferð um hótelið og fyrirtækið og kynntu rekstur þess en Bláa lónið hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar frá íslenskum og erlendum aðilum.

Veglegar veitingar voru í boði í umsjón yfirmatreiðslumeistara fyrirtækisins.

Á leið í Bláa lónið, og heim á ný, upplýsti Magnús Sædal okkur um staðhætti á Reykjanesskaga, Grindavík og Vatnsleysuströnd af mikilli lyst og kunnáttu á staðhætti.

Hér eru nokkrar myndir teknar í ferðinni.