Bakk­elsið háð tísku­sveifl­um

Bak­ar­ar nota í sinni vinnu mörg hundruð eða þúsund ára göm­ul hand­tök. Það breyt­ist ekki þó svo að vél­arn­ar geri það. Ekk­ert kem­ur í stað fyr­ir gamla hand­verkið,“ seg­ir Sig­urður Már Guðjóns­son, eig­andi og bak­ara­meist­ari Bern­höfts­baka­rís sem fagnaði á dög­un­um hvorki meira né minna en 180 ára af­mæli. Aðspurður hver gald­ur­inn sé á bak við 180 ár í rekstri seg­ir hann enga eina rétta leið vera til. „Það er helst að reyna að hafa vör­una í lagi og bjóða upp á góða þjón­ustu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að nauðsyn­legt sé að fylgj­ast með því sem er að ger­ast hverju sinni. Nauðsyn þess má greina í því að tísku­sveifl­ur eru í bakk­els­inu að sögn Sig­urðar, þó snúðar og vín­ar­brauð hafi alltaf haldið sínu sæti. „Í dag er súr­deigs­brauðið vin­sælt, bæði hefðbund­in og þýsk. Fyr­ir nokkr­um árum var það speltið. Þetta er mikl­um sveifl­um háð og nauðsyn­legt er að fylgj­ast með því sem er að ger­ast í kring­um okk­ur,“ seg­ir hann.

Gáfu gest­um kök­ur og kaffi

Sig­urður tók við rekstri Bern­höfts­baka­rís fyr­ir tíu árum og hef­ur lengi unnið í fag­inu þar sem hann hóf bak­ara­nám árið 1992. Sig­urður er barna­barn Sig­urðar Bergs­son­ar, sem tók við rekstr­in­um af Daní­el Gott­fedt Bern­höft, syni Tönnies Daniel Bern­höft - fyrsta bak­ara Bern­höfts­baka­rís.

Sig­urður seg­ir að haldið hafi verið upp á af­mæl­is­dag­inn með kaffi og kök­um fyr­ir gesti og gang­andi auk þess sem af­mæl­istaupok­ar hafa verið gefn­ir á hverju af­mæli á fimm ára fresti.
Ekk­ert sæta­brauð nema kök­ur

Rekst­ur brauðgerðar­inn­ar í Bern­hofts­bakarí hófst þann 25. sept­em­ber 1834 en lengi fram­an af var þar ekk­ert bakað nema rúg­brauð, sigti­brauð, fransk­brauð, súr­brauð og land­brauð. Þó voru einnig voru bökuð rúnnstykki eft­ir pönt­un sem og bakað var hart brauð, skon­rog, tví­bök­ur og kringl­ur.

Ekk­ert sæta­brauði var hægt að fá nema þá hun­angs­kök­ur og þurr­ar kök­ur, svo­nefnd­ar tveggja aura kök­ur. Í kring­um 1840 var fyrst farið að baka vín­ar­brauð og boll­ur.