Andlátsfregn - Guðmundur Ó. Eggertsson

Heiðursfélagi, Guðmundur Ó. Eggertsson féll frá 12. október sl.

Guðmundur var valinn  heiðursiðaðarmaður félagsins árið 2019 fyrir hans miklu störf í þágu félagsins og síns fags sem m.a. fólust í að endurbyggja Baðstofu félagsins í Iðnaðarmannahúsinu í Vonarstræti eftir bruna þann sem varð árið 1986. Einnig hannaði hann og smíðaði öskjur undir heiðurspeninga til handa nýsveinum sem afhentir hafa verið á Nýsveinahátíð frá árinu 2007.

Eftir Guðmund liggja fjölmörg handverk af ýmsum toga m.a. svefnstóll sem vakti athygli á Hönnunarmars, þá orðinn liðlega áttræður í samkeppni við fjölmarga yngri þátttakendur.

Félagið vottar fjölskyldu Guðmundar samúð við fráfall einstaks manns.