Afmæliskvöldverður 4. febrúar

Félagsmönnum í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík gefst kostur á að kaupa sér miða á hátíðarkvöldverðinn sem verður laugardaginn 4. febrúar 2017 á Hótel Nordica. Í boði er fjögurra rétta matseðill sem er settur saman af félagsmönnunum í IMFR. Verð fyrir félagsmenn er niðurgreitt og er 15.000 krónur. Borðapöntun skal senda á netfangið 150@imfr.is eða á Maríu Hallbjörnsdóttur í Húsi atvinnulífsins í síma 591 0032 eða á Trausta Víglundsson í síma 860 7773.

Hátíðarmatseðill

Léttreyktar bleikjuflögur, sólseljufroða gúrku- og spergilsalat

Lambarifjar og tunga, madeirsósa og garðávextir

Blandaðir íslenskir ostar

Hvítt og dökkt súkkulaði með lakkrís

Borðvín eru innifalin.