Aðalfundur IMFR 2020

Ágæti félagi IMFR.

Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar Covid-19 á menn og málefni, sem m.a. hefur orsakað tafir á aðalfundi félagsins í ár.
Stjórn hefur komið saman og í ljósi breyttra aðstæðna ákveðið að stefna að því að halda fundinn í október.
Nákvæm dagsetning verður kynnt fljótlega sem og fundarstaður en það er mat stjórnar að varhugavert kunni að vera að hittast á baðstofuloftinu í núverandi ástandi.

Fljótlega mun verða upplýst nánar um fundinn.

Stjórn IMFR