Aðalfundur IMFR 13. apríl 2016

Aðalfundur IMFR verður haldinn kl. 20:00 í baðstofu IMFR, Lækjargötu 14

Úr lögum IMFR

AÐALFUNDUR
8. grein
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins, innan takmarka þessara laga. Hann skal haldinn í mars til apríl ár hvert.

Verkefni aðalfundar eru þessi:
A: Formaður skýrir frá störfum félagsins umliðið ár.
B: Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins og stofnana þeirra, er teljast til þess.
C: Kosin stjórn og varastjórn, tveir skoðunarmenn og einn til vara, svo og starfsmenn og nefndir, sem félaginu ber að kjósa fyrir stofnanir þess og nefndir.
D: Lagabreytingar, ef fram koma.
E: Ákveða árgjald og inntökugjald.
F: Önnur mál.

Aðalfundur og aðrir fundir skulu boðaðir í dagblöðum borgarinnar, eða með skriflegri tilkynningu til hvers einstaks félaga, með minnst þriggja daga fyrirvara og skal í fundarboðum geta hinna helstu mála, er fyrir fundinum liggja.

Um lögmæti aðalfundar gilda að öðru leyti sömu reglur og um aðra fundi.

9. grein.
Félagskosnir skoðurnarmenn reikninga skulu endurskoða reikninga félagsins, á skrifstofu þess, og hafa lokið því eigi síðar en en sjö dögum fyrir aðalfund, reikningarnir skulu síðan liggja frammi, til aðalfundar á auglýstum tíma, til athugunar fyrir félagsmenn, sem þess óska.