Hin árlega nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fer fram laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Að venju verða nýsveinar, sem skarað hafa fram úr í sínu námi heiðraðir, verðlaun veitt og heiðursiðnaðarmenn heiðraðir að auki.
Forseti Íslands, sem er jafnframt verndari hátíðarinnar, ráðherrar og fulltrúar borgarinnar heiðra samkomuna með nærveru sinni.
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar.
Hér eru myndir frá hátíðinni 2019.