17. nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fór fram á hótel Natura 3. febrúar sl., sem var jafnframt 157. afmælisdagur þessa fornfræga félags.
Forseti Íslands veitti 20 nýsveinum úr 11 iðngreinum og sex verkmenntaskólum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi sínu á síðasta ári.
Ásgrími Jónassyni var veitt viðurkenning félagsins sem heiðursiðnðaðarmður félagsins að þessu sinni.
Ráðherra barna- og menntamála, Ásmundur Einar Daðason flutti ávarp.
Elín Hall flutti tónlistaratriði.
Nemastofa veitti viðurkenningar en árlega veitir hún fyrirmyndarfyrirtækjum og iðnmeisturum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu. Nemastofa atvinnulífsins nýtur þess að vera í góðu samstarfi við Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík.
Fram voru síðan bornar veitingar í boði IMFR og styrktaraðila þeirra og má þar nefna:
Veitingar í boði IMFR og styrktaraðilanna: Reykjavik Natura | Berjaya Iceland Hotels, MS, Mata, Ölgerðin ES, Grænn markaður, Nói & Síríus.
Hér er myndbandsupptaka frá hátíðinni.
Myndir teknar á hátíðinni má sjá hér.