Laugardaginn 4. febrúar 2023 fór fram Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík að hótel Natura.
Forseti Íslands, sem er jafnframt verndari hátíðarinnar, veitti 26 nýsveinum silfur- og bronsverðlaun í viðurvist meistara þeirra, fjölskyldna, vina o. fl. góðra gesta. Var nýsveinum afhent viðurkenningarskjal auk verðlaunapenings og gjafar frá félaginu.
Forseti Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, mennta og nýsköpunar, fluttu ávörp
Valbjörg Elsa Haraldsdóttir var sæmd titlinum „heiðursiðnaðarmaður félagsins 2023” fyrir sín frábæru störf í þágu síns fags (hárgreiðsla) og Böðvari Páli Ásgeirssyni var veitt heiðursmerki félagsins fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Stór og mikil fánaborg prýddi hátíðina með fánum iðnfélaga og skóla.
Veitingar voru í boði IMFR og styrktaraðila.
Stefán Ingvar Vigfússon skemmti gestum með gamanmálum.
Að þessu sinni tók Nemastofa atvinnuveganna einnig þátt í hátíðinni þar sem þremur fyrirtækjum var veitt viðurkenning fyrir góðan árangur í þjálfun og kennslu nema á vinnustað en þau eru fyrirtækin; HD, Klipphúsið og SOS lagnir.
Félagið vill nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem komu að því að gera hátíðina svo vel úr garði sem raun ber vitni.
Hér er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar og nöfn viðurkenningahafa.