Stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík býður til hádegisverðarfundar laugardaginn 23. nóvember í baðstofu iðnaðarmanna, Lækjargötu 14a, Reykjavík.
Baðstofan er á efstu hæð gamla Iðnskólans á horni Lækjargötu og Vonarstrætis og er gengið inn frá sundinu milli Iðnskólahússins og Iðnó.
Á fundinum verða nýir félagar teknir inn.
Inntöku- og árgjald fyrir árið 2020 er kr. 10.000 sem innheimt verður eftir næstu áramót.
Inntaka nýrra félaga fer fram samkvæmt gamalli hefð en að henni lokinni er stutt erindi og að því loknu málsverður með hátíðlegu ívafi og samverustund sbr. eftirfarandi dagskrá.
Æskilegt er að verðandi nýir félagar mæti kl. 11.30 til að gefa stjórn tækifæri til þess að taka á móti þeim.
Dagskrá:
12.00 - Formaður býður gesti velkomna.
12.05 - Inntaka nýrra félaga.
12.30 - Erindi um framtíðarhúsnæði Tækniskólans.
13.00 – Hádegisverður, samverustund og stutt erindi.
15.00 - Lok fundar.
Sérstakir gestir verða Jón B. Stefánsson/Hildur Ingvarsdóttir, sem munu kynna hugmyndir um framtíðarhúsnæði Tækniskólans.
Verð hádegisverðar er kr. 5.000 (innifalið gos, malt og appelsín) og að auki verður hægt að kaupa bjór og léttvín. Einnig er innifalið happdrætti með glæsilegum vinningum.
Gestir eru vinsamlega beðnir að hafa með sér reiðufé („posi“ er ekki á staðnum).
Makar eru boðnir velkomnir.
Vinsamlega athugið!
Gestir eru beðnir að skrá sig hér sem fyrst
(eða á slóðinni https://forms.gle/VCnSuSTUnALVDqPX7)
til að gera okkur betur kleift að skipuleggja viðburðinn.
Með bestu kveðju,
stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.