Aðalfundur IMFR fór fram þann 8. maí sl.
Kosið var í stjórnir og nefndir félagsins og munu nöfn þeirra og upplýsingar birtast á vef félagsins fljótlega.
Valbjörg Elsa Haraldsdóttir, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin fimm ár og önnur fimm í stjórn, lét á fundinum af formennsku.
Einnig hætti Guðmundur Páll Ólafsson sem varaformaður félagsins.
Er þeim báðum þökkuð mikil og góð störf fyrir félagið.
Boðið var upp á veitingar fyrir fund, sem framreiddar voru af Brikk í Hafnarfirði, og að fundi loknum var á boðstólum terta og kaffi.
Fundurinn var frekar fámennur sem örugglega má að einhverju leyti kenna Eurovisionkeppni kvöldsins um en þar freistaði Ari Ólafsson þess að komast áfram í úrslitakeppnina.