Aðalfundur

Aðalfundur Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík verður haldinn í baðstofu félagsins, Vonarstræti, 3. maí nk. 18:30

Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fundinn.

Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Formaður skýrir frá störfum félagsins umliðið ár. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins og stofnana þeirra, er teljast til þess. Kosin stjórn og varastjórn, tveir skoðunarmenn og einn til vara, svo og starfsmenn og nefndir, sem félaginu ber að kjósa. (Í kjöri í stjórn eru: formaður, ritari og vara ritari) Lagabreytingar, ef fram koma. Ákveða árgjald og inntökugjald. Önnur mál.

Þeir sem vilja kynna sér reikninga félagsins fyrir aðalfundinn er bent á að fara í móttöku á fyrstu hæð í Borgartúni 35 (SI) og óska eftir að fá að skoða ársreikingana.